Gagnsæi í viðskiptum

Við trúum að traust sé lykillinn að farsælu viðskiptasambandi,

því kappkostar Bílaskipti.is að hafa gagnsæi í viðskiptum.

 

Söluskilmálar

Aðstoð við bílakaup

Bílaskipti.is aðstoðar viðskiptavin við að finna bíl að hans óskum og vinnur sem umboðsmaður viðskiptavinar. Sé um innflutning að ræða aðstoðar Bílaskipti.is viðskiptavin við að finna bíl að hans óskum og sér um allt það ferli sem felst í því að versla og koma bílnum til Íslands, skráður og reiðubúinn til notkunnar. Bílaskipti.is sér um samninga og innkaup fyrir hönd viðskiptavinar erlendis, lætur söluskoða bifreiðina, flutninga erlendis, flutningstryggingar, innflutning á Íslandi, Evrópuvottun, skráningu í bifreiðaskrá og að lokum afhendingu. Bílaskipti.is er umboðsmaður viðskiptavinar og veitir þjónustuna án samábyrgðar með seljanda eða framleiðanda bifreiðarinnar.

 

Fjármögnun

Bílaskipti kappkostar að útvega þeim viðskiptavinum sem þurfa fjármögnun til bílakaupa. Fjármögnun er aldrei innfalin í verði bílsins. Sé fjármögnun tekin í gegnum þriðja aðila gilda skilmálar viðkomandi lánafyrirtækis. Lágmarks innborgun miðast við 20%.

 

Afhendingartími

Bílaskipti.is leggur mikið upp úr því að koma bílnum heim eins fljótt og auðið er en getur þó ekki lofað ákveðnum afhendingartíma. Algengast er að afhendingartími sé allt frá 4-6 vikum frá Evrópu og 8-12 vikum frá Ameríku. Sé um bílaskipti að ræða skal afhenda Bílaskipti.is uppítökubifreið um leið og pöntun er gerð erlendis svo uppítökubifreiðin geti gengið upp í verð bílsins.

 

Tryggingar

Bílaskipti.is tryggir farm bílsinsins frá umboði til afhendingar. Allur farmur bílsins er tryggður í innanlandsflutningi erlendis sem og í skipi þegar bíllinn er fluttur til Íslands. 

 

uppítaka

Þegar viðskiptavinum stendur "uppítaka" til boða er uppítökuverð notað sem innborgun inn á kaupverð bílsins. Uppítökubíll skal ávalt afhendur við pöntun.

 

Ábyrgðarmál

Ábyrgðarmál eru breytileg og fara eftir ábyrgðarskilmálum hvers og eins framleiðanda og markaðssvæðis, Bílaskipti.is er einungis umboðsmaður kaupanda og veitir því enga ábyrgð. 

Þegar ábyrgð framleiðenda bílsins gildir ekki bíður Tryggingamiðstöðin upp á sérstaka Bílaábyrgð sem bætir viðgerðarkostnað sem rekja má til galla á framleiðslu og við samsetningu bifreiða. Sjá nánar.

 

Ástandsskoðun

Sé bíllinn nýr eða ónotaður er gengið frá kaupunum án ástandsskoðunar. Ef bíllinn er notaður er saga hans könnuð gaumgæfulega, ásamt því að söluskoðun  er framkvæmd áður en gengið er frá kaupunum erlendis. Ástandsskoðun er framkvæmd af skoðunaraðila eða viðurkenndu bílaumboði. Fari bíllinn í gegnum ástandsskoðun án athugasemda gengur Bílaskipti.is frá kaupum bílsins um hæl, fái bíllinn athugasemdir fer Bílaskipti.is yfir skoðunarskýrslu bílsins með viðskiptavini áður en gengið er frá kaupunum.

ATH, Við heimkomu bifreiðar er miðast við að kostnaður Evrópuvottunar, skoðunnar, skráningar og bifreiðagjalda fari ekki yfir Kr. 100.000.

 

Persónuvernd

Við tökum persónuvernd viðskiptavina alvarlega og kappkostum að tryggja vernd persónuupplýsinga í samræmi við gildandi Lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.  

 

Þú átt rétt á því að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar Bílaskipti.is býr yfir um þig og afrit af þeim gögnum. Þú átt rétt á því að persónuupplýsingum um þig sé eytt, þær leiðréttar og vinnsla þeirra takmörkuð, ásamt því að andmæla vinnslu.

 

Óskir þú eftir því að nýta þér einhver af réttindum þínum eða hafir þú athugasemdir við meðhöndlun persónuupplýsinga getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á adstod@bilaskipti.is

 

Vafrakökustefna


Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur. Kökurnar má flokka í fernt; nauðsynlegar, frammistöðu- og virkniauðgandi, tölfræðilegar, markaðssetning.
Vafrakökur eru upplýsingapakkar, sem netvafrar vista að beiðni vefþjóna. Þegar vafrinn seinna biður sama vefþjón um vefsíðu er kakan send til þjónsins með beiðninni. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til frekari vinnslu. Kökur geyma oft upplýsingar um stillingar notanda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notanda o.fl. Kökur eru einnig oft nauðsynlegar til að geta boðið upp á ýmsa virkni og koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Vafrinn eyðir kökunni þegar líftími hennar rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna. Ef þú ert ekki ánægð/ur með notkun á einhverjum kökum á vefsíðunni getur þú lokað á þær eða eytt úr vafranum þínum. Gerir þú slíkt getur það hamlað virkni vefsíðunnar.

 

Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um notkun á vafrakökum á framfæri, skal athugasemdum komið til skila í tölvupósti á adstod@bilaskipti.is